Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ólafur og Karl Gauti enduðu í Miðflokknum eftir allt saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru gengnir í Miðflokkinn. Þeir voru reknir úr Flokki fólksins eftir Klausturssamtalið margfræga og hafa síðan setið á þingi utan flokka.

Á Klaustursupptökunum mátti meðal annars heyra hvar forsvarsmenn Miðflokksins reyndu að fá þá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Miðflokkinn. Þá féllu nokkur rætin orð í garð Ingu Sælands, formann Flokk fólksins. Henni var ekki skemmt og rak þá félaga úr flokknum.

Eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar vildu allir hlutaðeigandi gera sem minnst úr þessu og vildu meina að þeir hafi verið að slá á létta strengi. Vistaskiptin hafa hins vegar verið staðfest í yfirlýsingu sem þeir Ólafur og Karl Gauti sendu frá sér þar sem þeir segjast eiga málefnalega samleið með Miðflokknum.

„Á vett­vangi Miðflokks­ins telj­um við okk­ur geta náð betri ár­angri í bar­áttu­mál­um okk­ar og styrkt mál­efna­stöðu flokks­ins. Við höf­um sam­eig­in­lega sýn á sjálf­stæði og full­veldi þjóðar­inn­ar, yf­ir­ráð henn­ar á auðlind­um sín­um og mik­il­vægi vest­rænn­ar sam­vinnu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þetta þýðir að Miðflokkurinn er nú orðinn þriðji stærsti flokkurinn á þingi með níu þingmenn innanborðs.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -