Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ólafur um ræðu Bjarna á landsfundi: „Ég sá ekki mikið nýtt í þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Formaðurinn vann þarna prýðilegan sigur, þetta er góður sigur hjá Bjarna, hann fær 59% atkvæða. Guðlaugur Þór fær 40% atkvæða. Fyrir frambjóðanda sem fer gegn sitjandi formanni verður það líka að teljast prýðilegur árangur. Í rauninni þó að Guðlaugur vilji alltaf vinna, þá held ég að hann geti þegar allt er á litið, sætt sig alveg sæmilega við þessa stöðu,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði, sem var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2.

Ólafur segir einnig að bæði Bjarni Benediktsson, nýendurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, sem og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem fór fram gegn honum á landsfundin um nýliðnaa helgina hafi styrkt stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins:

„Menn spyrja alltaf, hafa einstaklingar styrkt stöðu sína eða veikt, og það er hægt að svara því út frá ýmsum viðmiðum; stutta svarið er að sennilega hafa þeir báðir styrkt stöðu sína talsvert á þessum landsfundi,“ segir Ólafur sem telur einnig að fylkingar séu innan flokksins:

„Þeir segja alltaf nei, það eru ekki fylkingar, en það eru auðvitað fylkingar; þær hafa frekar snúist um menn en málefni; kannski frekar félagslegar hreyfingar en pólitískar.“

Hvað fannst Ólafi vera eftirtektarvert í ræðu Bjarna á fundinum?

- Auglýsing -

„Ég sá ekki mikið nýtt í þessu. Það sem ég hjó sérstaklega eftir var í ræðu Bjarna, þar sem hann gaf til kynna að fyrir næstu kosningar þá myndi hann beita sér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi leggja verulega áherslu á lækkun skatta. Það er auðvitað alvöru pólitík. Hins vegar þá veltir það upp ýmsum spurningum. Við vitum að vísu ekki hvað það að lækka skatta umtalsvert þýðir. En við vitum að staða ríkissjóðs hefur verið erfið og það á eftir að greiða þar niður miklar skuldir. Ég veit ekki heldur nákvæmlega hvernig það mun ganga næstu árin og hvernig staðan verður þá 2024.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -