Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ólafur vill erlenda úttekt á verkum ríkisstjórnar – Þrefaldir vextir og þjóðarbúið í ólestri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Arnarson, blaðamaður og álitsgjafi, leggur til í pistli á DV að fram fari óháð úttekt á þjóðarbúinu og verkum fráfarandi ríkisstjórnar.

„Mikilvægt er að ný ríkisstjórn láti fara fram úttekt á stöðu þjóðarbúsins við stjórnarskipti. Ráða þarf hæfa utanaðkomandi ráðgjafa til að framkvæma slíka úttekt. Þá þarf að sækja til útlanda til þess að starfið verði hafið yfir allan vafa,“ skrifar Ólafur í pistli á Hringbraut. Hann vísar til árlegs halla á rekstri ríkissjóðs og því að stýrivextir á Íslandi séu þrefaldir á við nágrannalöndin, rétt eins og verðbólgan.

„Það þarf skýringar á samfelldum halla á fjárlögum í sjö ár, það þarf skýringar á útþenslu ríkisbáknsins og einnig þarf að fá upp á borðið óumdeildar skýringar á því hvers vegna orkuframleiðsla í landinu hefur ekki verið með eðlilegum hætti og hvers vegna þjóðin hefur misst tökin á málefnum flóttamanna. Af nægu er að taka. Svör þurfa að vera afdráttarlaus og óháð á þessum mikilvægu tímamótum í sögu þjóðarinnar,“ skrifar Ólafur.

Pistill Ólafs í heild sinni er hér. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -