Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.8 C
Reykjavik

Ólgan hjá Sýn nær til eigendanna – Hluthafar sviknir um 2,5 milljarða arð eftir sölu Ljósleiðarans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óánægja er í hluthafahópi Sýnar vegna þess sem þeir tala um sem svik eftir sölu á Ljósleiðarans undir lok ársins 2023. Verðmiðinn var rúmlega þrír milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Mannlífs fengu hluthafar loforð um að 2,5 millarðar króna af sölunni færi til þeirra sem arðgreiðsla.

Hermt er að Jón Skaftason, þáverandi stjórnarformaður hafi lýst þessu yfir. Skömmu síðar hætti hann í stjórn félagsins og nýr maður settist í stól hans. Reyndin varð sú að hluthafarnair voru sviknir um greiðsluna og milljarðarnir fór í rekstur Sýnar, að hluta til að mæta erfiðleikum.  Lífeyrissjóðirnir sem eiga um 40 prósenta hlut í félaginu misstu þarna af um milljarði króna í arðgreiðslu.

Jón hvarf

Fyrir ári síðan var Herdís Fjeldsted ráðin sem forstjóri félagins. áður hafði verið stefnt að því að skipta félaginu upp og selja dýrmætar einingar út úr því. Jóm Skaftason stjórnarformaður leiddi það verkefni. Skyndilega hvarf Jón af sjónarsviðinu. Stefnunni var breytt og kraftur lagður í að styrkja innviði félagsins samtímis niðurskurði. Undarlegar ákvarðanir á borð við þær að opna aftur fréttir Stöðavr 2 voru settar í framkvæmd. Gríðarleg óánægja er með úrtfærslu þess undir stjórn Herdísar sem er sökuð um vinavæðingu og klíkustjórnun.

Atgervisflótti

Á annan tug stjórnenda yfirgáfu félagið á liðnu ári og enn sér ekki fyrir endann á flóttanum sem að margra mati veikir innviði félagsins og rýrir verðmæti Sýnar sem nú stendur í sjö milljörðum króna. Það er sama verð og Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður fékk fyrir fjölmiðlahlutann sem sameinaðist undir fjarskiptarisanum Vodafone undir merki Sýnar.

Jón Ásgeir Jóhannesson græddi vel á sölunni á sínum tíma.

Félagið er talið vera gríðarlega vanmetið ef litið er til eigna þess. Upplausnarvirði þess er metið allt að þrefalt markaðsvirði eða 21 milljarður króna. Sem dæmu er nefnt að Bylgjan ein og sér er metin á allt að þrjá milljarða króna. Árvakur, útgáfa Morgunblaðsins, hefur árum saman borið víurnar í útvarpsstöðina

Vantrúin á forstjóranum

Rekstur Sýnar er í dag talinn vera réttum megin við strikið og er Herdís talin hafa náð að koma

- Auglýsing -
Hákon Stefánsson stjórnarformaður.

honum þangað með tilheyrandi fórnarkostnaði. Talsverð óreiða og stefnuleysi hefur verið á fyrirtækinu, að margra mati. Það ástand á sér að sögn sögu allt frá tíð Heiðars Guðjónssonar sem var forstjóri þess með stóran eignarhlut sem bakland.

Vandinn er sú vantrú sem er á forstjóranum og fyrirtækinu í núverandi mynd á meðal fjárfesta. Þá er óánægjan meðal stjórnenda gríðarleg og setur feigðarbrag á reksturinn. Starfsmenn sem Mannlíf hefur rætt við hafa þrýst á aðgerðir stjórnar og hluthafa og vilja að Herdís verði rekin áður en í frekara óefni verði komið. Hermt er að Hákon Stefánsson stjórnarformaður og Herdís gangi í sama takti, hvað reksturinn varðar.

 

- Auglýsing -

Sýn mun birta árshlutauppgjör sitt í febrúar. Þess er beðið í nokkru ofvæni. Niðurstaðan gæti ráðið úrslitum varðandi framtíð forstjórans og stefnu félagsins.

Herdís hefur í engu svarað írekuðum spurningum Mannlífs um álitamál varðandi félagið. Þá hefur stjórnarformaður Sýnar, Hákon Stefánsson, ekki svarað skriflegum spurningum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -