Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Ólína: „Ófyrirgefanlegt að afgreiða ekki frumvarpið – Sýnir ógnartök sjávarútvegsins á Alþingi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sjávarútvegsfyrirtækin vilja ekki sjá auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Þau vilja eiga aðgang að þjóðarauðlindinni án þess að eignarréttur þjóðarinnar yfir henni sé staðfestur í stjórnarskrá,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, og telur einsýnt að um þetta „stendur deilan um kvótakerfið og á þessu strandar allt stjórnarskrármálið.“

Ólína, sem er fyrrum alþingismaður og doktor í íslenskum bókmenntum, bendir á að nú hafi „Kristrún Heimisdóttir lögmaður og stjórnarmaður í Brimi, einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, stigið fram á ritvöllinn þar sem hún finnur stjórnarskrármálinu flest til foráttu.“

Ólínu þykir vert að benda Kristrúnu á nokkur atriði.

„Mér finnst rétt að minna á að stjórnlagaráð hafði fullt umboð til sinna starfa; það var sett til verka af Alþingi Íslendinga að undangenginni kosningu meðal almennings um það hverjir myndu skipa ráðið.“

Og varðandi umboðið segir Ólína allt klárt hvað varðar og hafi alltaf verið:

- Auglýsing -

Stjórnlagaráðið „starfaði allan tímann í fullu umboði og skilaði síðan frumvarpi sínu til Alþingis sem hafði falið því verkið. Allt eins og vera ber og í fullu samræmi við þingsköp og landslög. Þingið hefur hins vegar ekki enn afgreitt frumvarpið, sem er ófyrirgefanlegt og sýnir betur en margt annað þau ógnartök sem sjávarútvegurinn hefur á íslenskum stjórnmálamönnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -