Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ólína um fíflagang við vefmyndavél hjá gosinu- „Hún glennir sig framan í skjáinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina,“ skrifar Ólína Þorvarðardótttir í færslu á  Facebooksíðu sinni um athæfi fólks við vefmyndavél Ríkisútvarpsins í Geldingadal.

Mikið hefur verið rætt um fullorðið fólk sem stillir sér upp og glennir sig fyrir framan vefmyndavélar sem sýna beint á RÚV 2 frá gosinu í Geldingadal. Þetta fer í taugarnar á fólki. Margir hafa tjáð sig um málefnið og  beðið fólk að passa upp á að það að vera ekki fyrir myndavélunum.

Ólína ósátt

„Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einhvern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina – en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu. Ég hef haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá mér síðan það hófst og finnst yndislegt að geta fylgst með gosinu sjálfu. Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði,“ skrifar Ólína.
Fólk sem skyggir á vefmyndavél RÚV
Konan með bévítans pokann
Auðvitað á fullorðið fólk að sýna þeim sem heima sitja þá virðingu að vera ekki að skyggja á fegurðina. Það má einnig hafa í huga að það eru langt því frá allir sem eru svo lánsamir að geta séð gosið með eigin augum, fyrir því mætti einnig bera virðingu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -