Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Óljóst hvort lögreglan verður vopnuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki liggur fyrir hvort lögregla verði vopnuð á hátíðahöldum í miðborginni í Reykjavík á 17. júní.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í samtali við RÚV á sínum tíma að ekki væri verið að auka vopnaburð lögreglu heldur gera sérsveit ríkislögreglustjóra sýnilegri á stórum samkomum.

„Lögreglan upplýsir ekki um öryggisráðstafanir á stórum viðburðurm, svo sem 17. Júní, fyrirfram. En sérsveit og lögreglan hafa alltaf aðgang að vopnum og hafa alltaf haft,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari til blaðamanns Mannlífs, aðspurður um öryggisráðstafanir í tengslum við hátíðahöldin í borginni á þjóðhátíðardag.

Sérsveit lögreglustjóra var ekki vopnuð í borginni á síðasta ári í tengslum við þjóðarhátíðardaginn, þrátt fyrir heilmiklar varúðarráðstafanir. Athygli vakti þegar hún var sýnilega vopnuð þegar Color Run fór fram 10. júní í fyrra. Á meðan á hlaupinu stóð var mörgum götum jafnframt lokað og til þess notaðir stórir flutningabílar svo önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá.

Landsmenn eru óvanir því að sjá vopnum búna lögreglumenn á Íslandi og mörgum var því brugðið. Ríkislögreglustjóri sagði í fyrra að gripið hafi verið til þessara varúðarráðstafana í kjölfars nýs áhættumats greiningardeildar ríkislögreglustjóra vegna hryðjuverkaárása í Manchester og í London í Bretlandi í fyrra.

Árásin í Manchester var gerð á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í maí þegar maður sprengdi sig í loft upp. Í árásinni létust 22 tónleikagestir og tugir særðust. Í júní óku svo þrír menn sendiferðabíl á gangandi vegfarendur á London Bridge á 80 kílómetra hraða. Þegar yfir brúna var komið fóru þeir út úr bílnum og réðust á fólk við Borough Market. Sjö létust í árásinni og 48 særðust.

„Lögreglan upplýsir ekki um öryggisráðstafanir á stórum viðburðum, svo sem 17. júní, fyrirfram. En sérsveit og lögreglan hafa alltaf aðgang að vopnum og hafa alltaf haft.“

Í kjölfarið var gripið til varúðarráðstafana í mörgum Evrópuríkjum og gerði greiningardeild ríkislögreglustjóra nýtt áhættumat í skugga ofbeldisins. Þjóðáröryggisráðið kom saman hér og ræddi um viðbúnað og vopnaburð lögreglu á fjöldasamkomum. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í samtali við RÚV á sínum tíma að ekki væri verið að auka vopnaburð lögreglu heldur gera sérsveit ríkislögreglustjóra sýnilegri á stórum samkomum. Ekki náðist í Harald í tengslum við vinnslu þessarar fréttar.

Áhættumatið sem gert var eftir árásirnar í Bretlandi náði yfir viðburði í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur verið uppfært síðan þá. Ásgeir Þór segir í raun ekkert hafa breyst í þeim efnum frá því í fyrra en vill ekki segja nákvæmlega í hverju það felst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -