Fyrir nákvæmlega 49 árum síðan, þann 11. febrúar 1973, fórst 100 tonna eikarbáturinn Sjöstjarnan KE 8 frá Keflavík, rétt fyrir utan suðurströnd Íslands. Allir tíu áhafnarmeðlimir létust í slysinu.
Báturinn var nýkominn úr viðgerð í Færeyjum en þegar hann var staddur í um 100 sjómílur aust-suðaustur af Dyrhólahey, barst tilkynning frá skipstjóra bátsins, Egilberti Kolbeinssyni að leki væri komin að bátnum. Þrátt fyrir aftakaveður á svæðinu voru skip send án tafar til hjálpar. Það síðasta sem heyrðist frá Engilberti var að allir skipherrarnir væru komnir í tvo gúmmíbáta nema hann en að það væri tímaspursmál hvenær báturinn sykki.
Ein umfangsmesta leit Íslandssögunnar á sjó var gerði í kjölfarið en leitað var bæði á landi og sjó. Að lokum var það eina sem fannst leifar af gúmmíbáti og lík eins skipherrans bundið fast við. Allir 10 áhafnarmeðlimir létust, fimm Íslendingar og fimm Færeyingar. Kona skipstjórans, Gréta Þórarinsdóttir var ein af þeim sem var um borð.
Alþýðublaðið birti frétt um leitina þann 13. febrúar, tveimur dögum eftir sjóslysið. Var frásögnin eftirfarandi:
Þungur sjór og frost er Sjöstjarnan sökk
Þegar blaðið fór í prentun um miðnætti, hafði enn ekkert frétzt til skipbrotsmannanna 11 af Sjöstjörnunni frá Keflavik. Ýtarleg leit var gerð i allan gærdag og fram á kvöld. Veður var mjög slæmt á þeim slóðum sem Sjöstjarnan sökk, þungur sjór og frost. Leit átti að halda áfram í nótt, og í dag verður væntanlega leitað til þrautar. Sjöstjarnan var að koma frá
Færeyjum, þar sem báturinn hafði verið i viðgerð vegna bruna sem kom upp i káetu er
báturinn lá í Keflavikurhöfn í desember. Um borð voru 10-11 manns, þar af fimm Íslendingar, fjórir karlmenn og eiginkona skipstjórans. Auk Íslendinganna voru 5-6
Færeyingar um borð, en þeir höfðu verið ráðnir á bátinn í vetur. Ekki hafði fengizt á því
staðfesting frá Færeyjum i gærkvöldi, hvort Færeyingarnir væru fimm eða sex. Það var klukkan 14,10 á sunnudaginn að Sjöstjarnan tilkynnti strandstöð Landsímans á Höfn í Hornafirði, að vart hefði orðið við leka. Var báturinn þá staddur djúpt undan landi. Um
100 sjómilur undan Dyrhólaey. Var káetan orðin hálffull af sjó og skipverjar farnir að undirbúa að fara í björgunarbáta. Virðist lekann hafa borið brátt að, þvi stuttu áður hafði Sjöstjarnan tilkynnt staðarákvörðun til Tilkynningaskyldunnar, og var þá ekki vitað betur en allt væri í stakasta lagi.
Um klukkan 15 var vitað til þess að Sjöstjarnan var sokkin, og að áhöfnin komst í tvo
gúmbjörgunarbáta. Heyrðist í neyðartalsstöðvum þeirra í stuttan tíma eftir að báturinn sökk, en siðan hefur ekkert í bátunum heyrzt. Stöðin sendir í sífellu, sé allt með felldu.
Á þessum slóðum voru vestan 8-10 vindstig, er báturinn fórst, og þungur sjór. Um 30 skip
héldu þegar til leitar, loðnuveiðiskip, rannsóknarskip og erlendir togarar, auk flugvéla. Leitarveður var mjög slæmt í allan gærdag og spáð var svipuðu veðri. Sjöstjarnan var eikarbátur 100 lestir að stærð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1964. Hét báturinn áður Otur. Eigandi er Sjöstjarnan hf í Reykjavík, en báturinn er skrásettur í Keflavík og var gerður þaðan út.
Ungi maðurinn sem fannst bundinn við björgunarbátinn hét Þór Kjartansson, 26 ára. Var hann sá eini sem fannst af þeim sem fórust. Sjö af þeim sem fórust voru foreldrar. Fimm konur misstu eiginmenn sína, 21 barn varð föðurlaust og eitt barn munaðarlaust.
Nöfn þeirra er létust eru eftirfarandi:
- Engilbert Kolbeinsson, skipstjóri (34 ára).
- Gréta Þórarinsdóttir, matsveinn (27 ára).
- Þór Kjartansson, stýrimaður (26 ára).
- Guðmundur J. Magnússon, fyrsti vélstjóri (41 árs).
- Alexander Gjöveraa, háseti (38 ára).
- John Fritz, 2. vélstjóri (47 ára).
- Arnfinn Jóensen, háseti (17 ára).
- Niels Jul Haraldsen, háseti (46 ára).
- Hans Marius Ness, háseti (16 ára).
- Holberg Bernhardsen, háseti (28 ára).