Farþegar skandinavíska flugfélagsins strandaglópar.
Öllum flugferðum skandinavíska flugfélagsins SAS hefur verið aflýst á Keflavíkurflugvelli í dag, bæði komum og brottförum. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem fram kemur að vél sem átti að lenda í Keflavík frá Kaupmannahöfn klukkan 9.45 hafi ekki skilað sér. Heldur ekki vél sem átti að koma frá Osló 11.05. Farþegar sem áttu að ferðast til Kaupmannahafnar með SAS klukkan 10.30 eru því strandaglópar. Í samtali við Mannlíf staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA þetta. Hann segir að ástæðan fyrir þessu liggi ekki enn fyrir. Þess má geta að önnur flug SAS til og frá Kaupmannahafnar virðast vera á áætlun.