Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Öllum íbúum Grindavíkur gert að rýma bæinn – Lýst yfir hættustigi vegna yfirvofandi stórgoss

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglustjórinn á Reykjanesi hefur fyrirskipað öllum íbúum Grindavíkur að yfirgefa bæinn tafarlaust en án óðagots. Víðir Reynisson, talsmaður Almannavarna, tilkynnti þetta í þessu. Hann lagði áherslu á að öllum íbúum væri skylt að hlýða fyrirmælunum. Hann sagði að gos sem er í vændum væri af stærðargráðu sem ekki hefur sést síðan gaus í Vestmannaeyjum. Mikil skjálftavirkni er undir Grindavíkurbæ.

Víðir leggur áherslu á að rýmingu verði lokið á næstu klukkustundum. Þetta er byggt á þeim upplýsingum frá Veðurstofu Íslands að stór kvikugangur sé að opnast og háski gæti verið fyrir höndum í Grindavík. Ekki er gert ráð fyrir rýmingu í öðrum byggðarlögum á Reykjanesi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -