Lögreglustjórinn á Reykjanesi hefur fyrirskipað öllum íbúum Grindavíkur að yfirgefa bæinn tafarlaust en án óðagots. Víðir Reynisson, talsmaður Almannavarna, tilkynnti þetta í þessu. Hann lagði áherslu á að öllum íbúum væri skylt að hlýða fyrirmælunum. Hann sagði að gos sem er í vændum væri af stærðargráðu sem ekki hefur sést síðan gaus í Vestmannaeyjum. Mikil skjálftavirkni er undir Grindavíkurbæ.
Víðir leggur áherslu á að rýmingu verði lokið á næstu klukkustundum. Þetta er byggt á þeim upplýsingum frá Veðurstofu Íslands að stór kvikugangur sé að opnast og háski gæti verið fyrir höndum í Grindavík. Ekki er gert ráð fyrir rýmingu í öðrum byggðarlögum á Reykjanesi.