Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ólöf afhjúpar skelfilega tölfræði: „Feðraveldið notar þetta hinsvegar sér til rökstuðnings“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari, hefur verið áberandi í seinni bylgju MeToo byltingarinnar hér á landi, þar sem hún hefur barist ötullega gegn ofbeldi á konum.

Nú á dögunum birti Ólöf færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún fer meðal annars yfir tölur tilkynntra nauðgana, hve margar þeirra fari að jafnaði fyrir dóm og hlutfall sakfellinga.

Tara segir að talið sé að 310 af hverjum 1000 tilkynni nauðgun til lögreglu, sem þýði að aðeins 31% tilfella sé tilkynnt til lögreglu.

Talið er að um 17% tilkynntra nauðgana fara fyrir dóm, restin sé ýmist felld niður af saksóknara eða lögregla hætti rannsókn. Þá endi aðeins 13% þeirra með sakfellingu.

„Ef við tökum saman tölur frá árinu 2018. Þá voru 263 nauðganir tilkynntar til lögreglu.
Það má því gera ráð fyrir að um 848 nauðganir hafi átt sér stað það ár, þar af 585 ekki tilkynntar til lögreglu.
Ef 17% mála fara fyrir dóm þýðir það að 44 mál fóru fyrir dóm. Sakfellingar voru því um sex talsins miðað við 13% tölfræðina (5.7).
Ef við setjum þessa tölfræði upp í nafnvernduðu frásagnir kvenna á tiktok-inu Öfgar.
32 frásagnir – þar af átta nauðganir.

Kynferðislegt áreiti er afar sjaldan tilkynnt og ef það er gert fer það sárasjaldan fyrir dóm. Við ætlum að halda okkur við nauðgunarmálin. Af þessum 8 nauðgunum hefði eitt mál farið fyrir dóm(1.36). Líkurnar á sakfellingu 0.17.“

Gerandinn ekki saklaus þó ekki falli dómur

- Auglýsing -

Segir hún að talið sé að um tvö til átta prósent frásagna séu ósannar þegar kemur að kynferðisbrotamálum.

„Sem eru alls ekki háar líkur. Feðraveldið notar þetta hins vegar sér til rökstuðnings í gríð og erg. Ef þú greinist með krabbamein, læknirinn segir þér að líkurnar á því að þú lifir séu 92-98%, telur þú líkurnar sterkar á því að þú lifir af. Þú hugsar ekki um þessi tvö til átta prósent.“

Þá segir Ólöf að af þessum 263 tilfellum sem tilkynnt voru árið 2018, væru 13 tilfelli samkvæmt tölfræðinni ósönn. Af þeim 13 myndu síðan aðeins tvö tilfelli ná til dómskerfisins.

- Auglýsing -

„Ef við setjum þessa tölfræði upp í nafnvernduðu frásagnir kvenna á tiktok-inu Öfgar.
Af þessum 8 nauðgunum eru líkurnar á því að enginn frásögn sé lygi (0.4).
Líkurnar á að kannski eitt tilfelli færi fyrir dóm (0.91) Og þar af leiðandi litlar líkur á sakfellingu.“

Ólöf segir einnig mikilvægt að minna á það að þrátt fyrir að dómur falli ekki í þessum málum sé ekki þar með sagt að gerandinn sé saklaus. Sönnunarbyrðin sé bara ekki næg til þess að sakfella, sem hún segir aldeilis ekki vera það sama og að vera saklaus af verknaðinum.

„Hættið nú að tala eins og líkurnar á því að gerandi sé ranglega sakaður séu sterkar, og hvað þá að hann fái dóm. Tölfræðin er þolendum í hag. Réttarkerfið er gerendum í hag.
Að lokum… þolendur mega segja frá hvar og hvenær sem er ef þeir kjósa það. Dómstóll götunnar ákvarðar ekki trúverðugleika þolandans. Það verður dómskerfið að sjá um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -