Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum varðandi miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, hefur höfðað mál á hendur Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Mál ritaraans verður þingfest í Félagsdómi í dag klukkan 16. Ólöf krefst þess að félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Það hefur andað köldu milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ólöfu Helgu sem lýsti því í viðtali við Mannlífið að Sólveig hefði niðurlægt hana, útskúfað og hundsað, þvert á lög félagsins. Þannig var ritarinn ekki boðaður á samningafundi félagsins og Samtaka atvinnulífsins.
Tæpur mánuður er síðan Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína sem Efling neitaði að taka til afgreiðslu. Ólöf Helga krefst þess að atkvæðagreiðslu um tillöguna verði lokið þann 23. febrúar.