Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Ólöf Tara svarar Írisi Dröfn: „Hún kallar kynferðisafbrot mistök“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólöf Tara, einka- og næringarþjálfi, sem hefur barist ötullega gegn ofbeldi á konum, er ekki ánægð með skrif Írisar Drafnar Kristjánsdóttur grunnskólakennara um ofbeldi gegn konum og „tilraunir til mannorðsmorða“ á samfélagsmiðlum. Hún ræddi málið við Mannlíf.

„Til að undirstrika þessa orðræðu sem ég gagnrýni,“ segir Ólöf og heldur áfram, „þá segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir meðal annars að „í hverri viku má sjá tilraunir til mannorðsmorða og á litlu landi eins og hér geta þessar tilraunir verið ansi árangursríkar. Í þessari nýju #metoo herferð hef ég rekið augun í frásagnir – oftast kvenna – af málum sem eru svo ómerkileg að þær hefðu vel getað afgreitt þau á staðnum þegar atvikið átti sér stað með því að setja mörk. Auðvitað á að segja frá. Við erum með Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð sem taka á móti konum sem verða fyrir ofbeldi.“

Óhætt er að segja að skrif Írisar hafa vakið hörð viðbrögð meðal fórnarlamba kynferðisofbeldis, sem telja að Íris sé að gera lítið úr þeim á mjög óvæginn hátt. Undir það tekur Ólöf sem túlkar skrif Írisar á þann veg að hún sé að „kalla frásagnir kvenna ómerkilegar. Það að segja að konur eigi bara að setja mörk án þess að leiða hugann að því að gerendur eigi að virða mörk er stórt vandamál og nær vel utan um hvað brotaþolar kynferðisofbeldis glíma við þegar þeir reyna skila skömminni. Hún potar því inn að þolendur eigi bara að leita sér aðstoðar í athvörfum án þess að leiða hugann að því að biðlistar eru langir, sem sýnir okkur að vandamálið er viðfangsmikið og leysist ekki með því að þolendur leiti sér aðstoðar, heldur með því að gerendur axli ábyrgð og hætti að beita ofbeldi.“

Gagnrýni Ólafar snýr ekki að því að „fólk sé mótfallið opinberun – heldur hvernig þessum orðum er beint að brotaþolum ofbeldis; hvernig Metoo-byltingunni er kennt um að Eiður Smári hafi orðið fyrir opinberri smánun. Slaufunarmenningun fæddist ekkert hér á þessu ári í kjölfarið af metoo. Þolendur hafa lengi barist fyrir breytingum á réttarkerfinu sem og viðhorfsbreytingum í samfélaginu og kallað eftir að á þá sé hlustað. Nafnlausa metoo byltingin var ekki nóg – það urðu enga breytingar. Núna breytist áherslan og gerendur eru nafngreindir,“ segir Ólöf.

Spurð út í hvort það sé rétta leiðin að nafngreina gerendur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum segir Ólöf: „Það er ekki mitt að segja, enda er mikilvægt að hafa í huga að það vilja ekki allir þolendur fá afsökunarbeiðni; frekar að gerendur axli ábyrgð á gjörðum sínum og viðurkenni brot sín svo sársaukafull málaferli þar sem ráðist að æru þeirra og heilindum séu ögn bærilegri.“

Hún segir líka að „nú er staðan þannig – enn og aftur – að þolendur eru dregnir til ábyrgðar án þess að fólk hugsi til þess að mögulega er afskipta- og aðgerðarleysið gagnvart þolendum valdur þess að þeir eru komnir á endastöð hvað varðar að á þá sé hlustað. Þessi áhersla á að þolendur séu að eyðileggja mannorð gerenda sinna er afvegaleiðing á raunverulega vandamálinu. Gerendur stóla á að þetta viðhorf breytist ekki, svo þeir þurfi ekki að horfast í augu við að þeir eru vandinn. Ég þarf engan dóm til að trúa því þegar einstaklingur segir mér frá ofbeldi sem hann varð fyrir. Réttarkerfið sér um að dæma um hvort sönnunarbyrði sé næg til að sakfella, en það er ekki þar með sagt að brotið hafi ekki átt sér stað.

- Auglýsing -

Trúverðugleiki þolenda er alltaf dreginn í efa hvort sem hann nafngreinir eða nafngreinir ekki, eða að gerandi hafi verið sakfelldur. Fólk virðist steinhissa á því að gerendur ljúgi, en hikar ekki að kalla þolendur lygara og greinir þá á kommentakerfum landsins með allskyns geðsjúkdóma. Aðförin undarfarnar vikur hefur verið mikil; allt í nafni þess að verja meinta gerendur. Þegar menn eru dregnir til ábyrgðar þá á að kippa í spottana og snúa þróuninni við. Hvetjum þá sem beita ofbeldi til þess að leita sér aðstoðar í stað þess að skrifa opinberar afsökunarbeiðnir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -