Mánudagur 23. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ólöf Tara: „Þyngdarstjórnandi lyf hafa í för með sér slæmar aukaverkanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem nýtt æði hafi gripið um sig hér á landi en það er að sprauta sig með sykursýkislyfinu Saxenda daglega í þeim tilgangi að léttast. Íslenskur áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum frá þessu „undraefni“ sem kom bylgju af stað meðal kvenna.

Lyfið er aftur á móti lítið rannsakað og virðist geta valdið alvarlegum aukaverkunum. Auðvitað þurfa sumir á lyfinu að halda og það er bara jákvætt ef það hjálpar við baráttuna við ofþyngd og heilsubresti. Mannlíf kafaði ofan í málið.

Mannlíf ræddi meðal annars við Ólöfu Töru Harðardóttur, einka- og næringarþjálfa, um BMI stuðulinn sem er notaður meðal annars sem forsenda og mælitæki til þess að fá Saxenda uppáskrifað.

Ólöf Tara einka- og næringarþjálfi

„BMI er ekki mælieining sem við getum notað til þess að mæla heilsufar einstaklinga. Hlutfall þyngdar miðað við hæð getur ómögulega vera mælikvarði á heilsu. Heilsa er flóknari líffræði en svo. BMI gerir ekki ráð fyrir vöðvamassa, beinþèttni, kynþætti sem og þeim líffræðilega mun sem er á körlum og konum. Heilbrigðiskerfið virðist sætta sig við það að vera mörgum ljósárum á eftir þegar það kemur að vitneskju um heilsufar.

Fólk er sett á þyngdarstjórnandi lyf sem hafa í för með sér slæmar aukaverkanir, lyf sem jafnvel valda því að bæta þurfi við öðrum lyfjum til þess að minnka þær aukaverkanir, allt í nafni heilsunnar. BMI er mælikvarði sem er mikið notaður til þess að réttlæta notkun á slíkum lyfjum. Það er auðveldlega hægt að sleppa slíkum lyfjum í mörgum tilfellum ef heilbrigðiskerfið hefði vilja til þess að endurskoða skilgreiningu heilsu sem við vitum að er meiri og dýpri. Í raun og veru eru BMI notaður sem réttlæting áframhaldandi ofbeldis sem feitt fólk hefur þolað í áratugi.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -