Baráttukonan Ólöf Tara Harðardóttir, ein meðlima Öfga, segir í færslu á Twitter að henni þyki eðlilegt og sanngjarnt „að aktívistar fái laun fyrir þá vinnu sem þeir gera; ekki ósanngjarnt.“
Bætir við að „það er engin að græða á þolendum eða þessu samfélagslega meini sem ofbeldi er.“
Ólöf Tara bendir á að baráttan gegn ofbeldi taki á:
„Það að fá greitt fyrir þetta, spornar gegn því að við brennum út.“
Hún nefnir að að Edda Falak hafi fengið gagnrýni á sig fyrir að vera með áskriftarþætti og haft tekjur af aktívisma:
„Öfgar hafa fengið gagnrýni fyrir buymecoffe reikninginn, sem fer i starfsemi samtakanna. Fjölmiðlar hafa sett það upp eins og það sé eitthvað söss.“