Tilkynnt var um umferðarslys í Breiðholti. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í slagviðrinu í gærkvöld og ók á staur,. Ekki urðu slys á fólki.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í Breiðholti. Konan er grunuð um ölvun við akstur. Hún var læst inni í fangaklefa.
Tilkynnt var um þjófnað á reiðhjóli. Lögreglumenn fundu reiðhjólið í fórum aðila á nærliggjandi stað. Reiðhjólaþjófurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til skýrslutöku. Eigandi reiðhjólsins fékk það afhent.
Lögreglumenn höfðu í gærdag afskipti af bifreið hvar henni var ekið Garðabæ. Fjórir útlendingar reyndust vera innanborðs, sem var umfram þann farþegafjölda sem skráningarskírteini bifreiðarinnar heimilar. Fólkið kom sér fyrir með því að liggja ofan á verkfærum og öðrum munum í skottinu.
Ökumaður og farþegar voru handteknir grunaðir um ólöglega dvöl í landinu sem og brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Ökumaðurinn var þá einnig grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna sem og án ökuréttinda. Allir aðilarnir voru fluttir á lögreglustöð og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins áður en þeir voru yfirheyrðir.