Í norska bænum Longyearbyen búa um tvö þúsund manns, en íbúar bæjarins þurfa að fylgja mjög sérstökum lögum: þeir mega alls ekki deyja í bænum.
Longyearbyen er á Svalbarða, en þar er svo kalt að það hefur verið ólöglegt að deyja þar síðan árið 1950 þegar íbúar uppgötvuðu að lík væru ekki að rotna í kirkjugarðinum vegna kalds loftslags. Árið 1998 grófu nokkrir vísindamenn upp lík sem dóu þegar spænska veikin herjaði á heiminn árið 1918. Vísindamennirnir gátu þá enn tekið lifandi sýni af þessari stórhættulegu veiru.
Það er leyfilegt að grafa duftker í kirkjugarðinum, en fáir vilja nýta þann kost. Í staðinn ferðast þeir sem eru lífshættulega veikir til meginlands Noregs og eyða þar síðustu dögunum.
„Ef svo virðist sem þú munir deyja í nánustu framtíð þá er allt gert til að senda þig á meginlandið,“ segir Jan Christian Meyer hjá norska vísinda- og tækniháskólanum í samtali við The Sun.
Einnig er lítið um fæðingar í bænum þar sem óléttar konur eru hvattar til að ferðast til meginlandsins fyrir settan dag, þó lítill spítali sé á Svalbarða.
Aðalmynd / Hilgeriak