Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Ólögmætur gjafagjörningur“ sem kemur líklega til með að kosta ríkissjóð hálfan milljarð króna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Komið er á daginn að stjórn Lögreglustjórafélags Íslands varaði þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, við að starfslokasamningar Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra við nokkra undirmenn væru mjög líklega ólöglegir; sömu sögu má segja um ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem og sérfræðinga innan fjármálaráðuneytis.

Er þetta á meðal þess er kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar um málið; en þar er vísað til gagna innan úr fjármálaráðuneyti, er sýna fram á viðvörunarorð embættismanna um starfslokasamningana – sem hafa nú verið dæmdir ólöglegir.

Það var niðurstaða Hæstaréttar í dómi sem féll í lok mars á þessu ári; var komist að þeirri niðurstöðu að Haraldi ríkislögreglustjóra hafi einfaldlega skort heimild til að hækka laun 9 undirmanna hans hjá lögreglunni.

Undirmennirnir hafi hins vegar tekið við launahækkuninni – ásamt auknum lífeyrisréttindum – í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný.

„Ólögmætur gjafagjörningur,“ var niðurstaða Hæstiréttur, sem kemur líklega til með að kosta ríkissjóð hálfan milljarð króna.

- Auglýsing -
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja

Undir formennsku Úlfars Lúðvíkssonar benti Lögreglustjórafélagið á að starfskjarabreytingarnar stæðust eigi lög; launasetningu lögreglu væri snúið á hvolf, en ljóst er að með samkomulaginu voru undirmennirnir með betri kjör en 7 af 9 lögreglustjórum landsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra lýsti því yfir í kjölfarið að ríkislögreglustjóri hefði haft heimild til að semja með þeim hætti sem hann gerði; það var í nóvember árið 2019 – en samningarnir voru undirritaðir í ágúst sama ár.

Kemur fram að sérfræðingar innan fjármála- og efnahagsráðuneytis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hafi eigi uppfyllt skilyrði til að breyta kjörum undirmanna; lagði það í hendur embættismanna hjá dómsmálaráðuneyti að beina því til lögreglustjóra að afturkalla samkomulagið.

- Auglýsing -

Sjálf segir Áslaug Arna við Heimildina að best hefði verið að ráðuneytið hlutaðist eigi til um málið; þar sem kjara- og mannauðsmál væru á forræði stofnananna sjálfra; hún hefði hins vegar átt að óska eftir áliti annarra á því hvort fullyrðingar ríkislögreglustjóra stæðust með öllu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -