Ósáttur launþegi í Garðabæ var í dag kærður fyrir að ráðast á yfirmann sinn vegna launamála. Lögregla var kölluð til. Árásarmaðurinn útskýrði átökin með því að yfirmaður hans ekki virt samkomulag um launauppbót. og endaði kjarabaráttan að sögn launþegans með því að yfirmaðurinn réðist á hann. Lögreglan rannsakar málið.
Mikið var um drykkju þennan mánudaginn. Tilkynnt var um aðila sem gengi berserksgang í verslun í Breiðholti. Sá var farinn af vettvangi er lögregla kom á vettvang. Hafði viðkomandi valdið einhverjum skemmdum og slegið til starfsmanns.
Ölvaður aðili ók aftan á strætisvagn snemma í morgun. Yfirgaf viðkomandi vettvang á fæti og gaf þá vitnum þá skýringu að hann vildi ekki bíða komu lögreglu þar eð hann væri undir áhrifum. Þegar málið var kannað betur kom í ljós að bifreiðinni hafði verið stolið fyrr í vikunni. Vitað er hver maðurinn er og er hans nú leitað.
Þá var tilkynnt um slagsmál á Austurvelli upp úr hádegi og að þar væri annar aðilinn með hníf á lofti. Var hnífamaðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu og fær hann að svara til saka fyrir atferli sitt er hann kemst í skýrsluhæft ástand.