Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um fólk í annarlegu ástandi; aðstoða þurfir nokkra vegna veikinda og ölvunar.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir – grunaðir um ölvun við akstur. Ökumenn lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Ökumaður var stöðvaður; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja; ökumaður var einnig án ökuréttinda ásamt því að hafa fíkniefni á sér. Tekin var skýrsla af ökumanni og var ökumaður laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tilkynnt var um eignaspjöll í hverfi 210.
Aðstoða þurfti nokkra aðila vegna veikinda og ölvunar.
Ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður vildi ekki gefa upp um hver hann væri né heimilisfang. Ökumaður er því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.
Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tilkynnt um ölvaðan mann í verslun en aðilinn var til ama í versluninni. Honum var vísað út af lögreglu.
Tilkynnt um hávaða utandyra en um var að ræða garðpartý. Húsráðendur lofuðu að hafa lægra.