Lögregla handtók mann í hverfi 108 í gærkvöldi eftir ítrekuð afskipti. Maðurinn fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu og var látinn gista í fangageymslu sökum annarlegs ástands. Í miðbænum voru tveir fíkniefnasalar handteknir. Báðir voru látnir gista í fangaklefa fyrir rannsókn málsins.
Í Hlíðunum datt erlendur ferðamaður af rafskútu og slasaðist á hné. Sjúkrabifreið sótti manninn og flutti til aðhlynningar á bráðadeild. Fyrr um kvöldið í sama hverfi var maður handtekinn, grunaður um sölu fíkniefna. Þá sinnti lögregla umferðareftirliti og stöðvaði alls fimm ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.