Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.3 C
Reykjavik

Ölvaður ökumaður og búðarþjófar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Róleg nótt að baki hjá lögreglu. Helstu mál snerust um ökumenn sem fylgdu ekki reglum og lögum.

Eldur kom upp  í gámi í austurborginni. Minniháttar skemmdi. Grunur um íkveikju en gerandi ókunnur. Meintur ólöglegur innflytjandi var handtekinn í miðborginni. Mál hans er í rannsókn.

Búðarþjófur var við gripdeildir í  verslun í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður var stöðvaður í akstri í Garðabæ, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Annar ökumaður var stöðvaður í akstri á sömu slóðum, vegna gruns um ölvun við akstur og að vera valdur að umferðaóhappi. Tekið var blóðsýni úr honum og hann látinn laus.

Tilkynnt um tvo þjófnaði úr verslun í Hafnarfirði. Mál búðarþjófanna var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður stöðvaður í akstri í úthverfi Hafnarfjarðar. Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus. Mál hans var afgreitt á vettvangi

- Auglýsing -

Tilkynnt um skemmdarverk í Breiðholti þar sem rúður höfuð verið brotnar. Málið er í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í akstri í Breioðholti.  Við athugun kom í ljós að hann var réttindalaus. Málið afgreitt á vettvangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -