Róleg nótt að baki hjá lögreglu. Helstu mál snerust um ökumenn sem fylgdu ekki reglum og lögum.
Eldur kom upp í gámi í austurborginni. Minniháttar skemmdi. Grunur um íkveikju en gerandi ókunnur. Meintur ólöglegur innflytjandi var handtekinn í miðborginni. Mál hans er í rannsókn.
Búðarþjófur var við gripdeildir í verslun í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í Garðabæ, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Annar ökumaður var stöðvaður í akstri á sömu slóðum, vegna gruns um ölvun við akstur og að vera valdur að umferðaóhappi. Tekið var blóðsýni úr honum og hann látinn laus.
Tilkynnt um tvo þjófnaði úr verslun í Hafnarfirði. Mál búðarþjófanna var afgreitt á vettvangi.
Ökumaður stöðvaður í akstri í úthverfi Hafnarfjarðar. Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus. Mál hans var afgreitt á vettvangi
Tilkynnt um skemmdarverk í Breiðholti þar sem rúður höfuð verið brotnar. Málið er í rannsókn.
Ökumaður stöðvaður í akstri í Breioðholti. Við athugun kom í ljós að hann var réttindalaus. Málið afgreitt á vettvangi.