Ölvaður, erlendur ferðamaður, lét öllum illum látum á hóteli í Reykjavík í nótt. Lögreglan var kölluð til og kom þá í ljós að maðurinn var að brjóta sóttkví. Smitdólgurinn var handtekinn og lokaður inni í fangaklefa.Fjöldi manns er enn að fást við afleiðingar þess að einstaklingur sem kom til landsins frá Póllandi virti ekki sóttkví eins og Mannlíf greindi frá. Sá reyndist vera smitaður. Smitdólgurinn bar smit í börn og starfsfólk leikskólans Jörfa með þeim afleiðingum að tugir veiktust og fjöldi lenti í sóttkví með tilheyrandi frelsisskerðingu. Lögregla verst allra fregna af rannsókn þess máls. Einhverjir á meðal foreldra barna á Jörfa íhuga að fara í einkamál við gerandann og krefjast bóta.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði í gærkvöld hvernig sóttvörnum væri háttað hjá veitingastöðum í miðborginn og hvort gestir væri skráðir. Í dagbók lögreglu segir að víðast hafi ástandið verið mjög gott en þó fengu starfsmenn tveggja veitingastaða tiltal og leiðbeiningar.