Helgin hjá lögreglunni var heldur annasöm ef marka má dagbók lögreglu. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á veitingastað í miðbænum. Fór hún ekki eftir fyrirmælum lögreglu og var því látinn gista í fangaklefa. Fyrr um kvöldið hafði lögregla afskipti af þremur mönnum á heimili sínu í Hafnarfirði. Voru mennirnir grunaðir um vörslu fíkniefna og afhentu þeir lögreglu áætluð efni.
Í Kópavogi datt ungur maður af rafskútu. Þegar lögregla kom á vettvang blæddi bæði úr vör og nefi hans og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar. Þá stöðvaði lögregla nokkurn fjölda ökumanna um helgina. Margir voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis en aðrir höfðu keyrt of hratt. Kemur fram í dagbók lögreglu að sjö manns hafi gist fangaklefa aðfaranótt sunnudags.