Laugardagur 21. september, 2024
10.1 C
Reykjavik

Ólympíufari handtekinn í París

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástralski ólympíufarinn Tom Craig er sakaður um að gera tilraun til þess að kaupa kókaín í París. Ólympíunefnd Ástralíu hefur staðfest þetta. Tom er 28 ára og keppti með íshokkí liði Ástralíu.
,,Ólympíunefnd Ástralíu staðfestir að leikmaður ástralska íshokkíliðsins er í haldi lögreglu eftir handtöku þann 6.ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki enn verið ákærður,” segir í tilkynningu frá nefndinni. Málið er nú í rannsókn.

Tom Craig.

Tom hefur spilað 101 leik með ástralska landsliðinu í íshokkí á tíu ára ferli sínum. Á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 var liðið í öðru sæti en eftir tap gegn Hollandi luku þeir keppni í París án verðlauna.

Ástralskt íþróttafólk hefur unnið samtals 14 gullverðlaun, 10 silvurverðlaun og 12 bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -