Elísabet Margeirsdóttir er byrjuð að hlaupa aftur eftir að hafa þurft að hætta við að keppa á á heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum til að hvílast.
Hlaupakonan Elísabet Margeirsdóttir stefndi á að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í Portúgal í júní en þurfi skömmu fyrir keppni að hætta við og taka sér pásu til hvílast. En Elísabet er komin á fullt aftur.
Hún segir frá þessu á Instagram. „Fyrir rúmum mánuði síðan þurfti ég að hætta við að fara með íslenska landsliðinu í utanvegahlaupum á mótið í Portúgal,“ skrifar hún.
„Hafði verið að díla við líkamlegt ástand sem kom niður á æfingum og líðan og andlega hliðin fór alveg niður. Þó að þessi pása hafi ekki verið löng þá er ólýsanlega góð tilfinning að koma til baka og langa að taka þátt í hlaupum aftur. Ultra trail du Mt. Blanc er komið á planið og set ég fókusinn í æfingum alveg á það næstu vikur og mánuði. Kannski er þetta of geyst en það verður bara að koma í ljós.“