Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ómáluð á forsíðunni og nánast óþekkjanleg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Christina Aguilera prýðir forsíðu tímaritsins Paper, en eflaust hafa margir ekki áttað sig strax á hver forsíðustúlkan var. Christina er nefnilega þekkt fyrir að vera mikið máluð og fyrir að elska glimmer og glamúr, en á forsíðunni, sem og á nokkrum myndum inni í blaðinu, er hún algjörlega ómáluð. Á sumum myndunum er hún lítið máluð, en með dramatíska augnmálningu.

Falleg forsíða.

Viðtalið við Christinu tekur Marie Lodi og er áhersla lögð á þá staðreynd að Christina hefur verið dugleg að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða stíl, síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratug síðustu aldar.

Náttúruleg fegurð.

„Ég hef alltaf verið manneskja sem elskar að gera tilraunir, ég elska leiklist, ég elska að búa til sögur og leika karakter í myndböndum eða á sviði,” segir söngkonan í viðtalinu og bætir við:

„Ég er flytjandi. Það er manneskjan sem ég er frá náttúrunnar hendi. En ég er á þeim stað núna, líka í tónlistinni, að það er frelsandi tilfinning að geta fjarlægt allt óþarfa og meta hver ég er og meta hráa fegurð.”

Geggjuð listakona.

Christina talar einnig um tíma sinn sem dómari í hæfileikaþættinum The Voice og af hverju hún ákvað að hætta.

Sæt í svarthvítu.

„Ég get ekki verið á sama stað of lengi sem er ástæðan fyrir því að sú staða sem ég var í í sjónvarpinu varð of bindandi. Ég þarf hreyfingu, ég þarf að kanna, vera listamaður, skapa og breyta,” segir Christina.

Dramatísk augnmálning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -