Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Ómar botnar ekkert í ríkisstjórn Katrínar: „Ættu að vera hin „heilögu vé“ Íslands“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson gagnrýnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vegna fyrirætlun þeirra um frekari virkjanir. Talar Ómar um hin „heilögu vé“ Íslands og á þá við fossa og fljót og fleira í náttúru Íslands sem yrði fórnað fyrir megavött.

Ómar Ragnarsson, fyrrum fjölmiðlamaður og skemmtikraftur heldur úti bloggsíðu þar sem hann skrifar færslur við fréttir. Eitt af ástríðum Ómars í gegnum tíðina hefur verið náttúruvernd og má sjá á nýjustu færslunni að sú ástríða er ekkert að slokkna hjá honum.

Færslu dagsins skrifar Ómar við frétt Morgunblaðsins um erfiðan vatnsbúskap Landsvirkjunar. Hinn aldni skemmtikraftur og fjölmiðlamaður bendir á muninn á Bandaríkjunum og Noregi og svo Íslandi þegar kemur að náttúruvernd. Þá bendir hann á að Bandaríkjamenn kaupi raforku af okkur til þess að geta varðveitt sína náttúru, á kostnað okkar. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni:

„Það er lærdómsríkt að sjá muninn á orkustefnunni, sem nú er boðuð hér á landi eins og trúboð vegna sveiflna í vatnsbúskap landins og loftslagsvár og síðan forgangaröðun þjóða á borð við Bandaríkin og Noreg.

Bandaríkin eiga langstærsta orkubúnt Ameríku í gufuafli og vatnsafli Yellowstoneþjóðgarðsins, og óvirkjuðu vatnsafli Coloradoflljóts. En þeir hafa síðan fyrir hálfri öld forgangsraðað sínum málum eftir gagngerar rökræður, að Yellowstone og Miklagljúfur / Marmaragljúfur séu „heilög vé, sem aldrei verði snert.“

2002 lauk miklum deilum um vatnsafl í Noregi með þeirri yfirlýsingu Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra, að „tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi væri liðinn.“ Þar munar mest um tröllauknar fyrirætlanir þeirra um að virkja allt hið gífurlega vatnsafl norska hálendisins á svipaðaðn hátt og hér var gert með Kárahnjúkavirkjun.

- Auglýsing -

Í gær mátti heyra bæði forsætisráðherra og umhverfisráðherra Íslands hampa fyrirætlunuum um að setja virkjanir upp á meira 3000 megavött í forgang fram yfir það sem ættu að vera hin „heilögu vé“ Íslands, náttúruverðmæti, sem eiga sér engan sinn líka í víðri veröld vegna samspils elds og íss.

Bandaríkjamenn kaupa raforku af okkur til þess að geta varðveitt sín heilögu vé, þannig að við erum að hjálpa þeim til þeirrar varðveislu með því að fórna mun meiri náttúruverðmætum á Íslandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -