Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Ómar lögmaður skuldaði skattinum 53 milljónir króna – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að sæta því að fasteign í Garðabæ, sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, hefur verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar. Skuldin nam á síðasta ári 53 milljónum króna en óljóst er hvernig hún er tilkomin þar sem Ómar hefur ekki svarað spurningum Mannlífs.

Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi þess að bankareikningur lögmannsins var frystur. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og kyrrsetning eignarinnar færð til bókar. Samkvæmt nýju veðbókavottorði eru þau veðbönd enn á fasteigninni. Áður var innistæða á innlánsreikningi Ómars að upphæð rúmar fimm milljón krónur fryst. Krafa skattsins var hins vegar rúmar 53 milljónir króna. Fallist var á að aflétta frystingu bankareikningsins en kyrrsetja þess í stað fasteignina við Hofslund í Garðabæ. Þeir gjörningar áttu sér stað í maí og júní á síðasta ári.

Ekki liggur fyrir hvernig lögmanninum tókst að stofna var til svo hárrar skuldar. Skilyrði fyrir málflutningsréttindum eru að menn hafi aldrei þurft að sæta því að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta. Auk þess er það skilyrði að lögmaður hafi aldrei hlotið fangelsisdóm. Skatturinn hefur enn ekki svarað fyrirspurn Mannlífs um málið. Blaðamaður hafði samband við Ómar sem sleit símtalinu án þess að tjá sig efnilega um málið.

Mannlíf hefur fjallað um mál sem úrskurðarnefnd lögmanna kvað upp þann 14. mars síðastliðinn. Þar var Ómari R. Valdimarssyni gert að endurgreiða skjólstæðingi sínum 1.859.801 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti að frádregnum innborgunum vegna vinnu sinnar við innheimtu slysabóta. Ómar hefur áður verið áminntur af úrskurðarnefndinni fyrir háttsemi í garð umbjóðanda.

Uppfært: Ómar Valdimarsson segir í yfirlýsingu að hann sé skuldlaus við Skattinn og birtir bréf því til staðfestingar. Hann sleit samtali við Mannlíf þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við vinnslu fréttarinnar. Eftir stendur að á veðbókarvottorði er enn skráð kyrrsetning á Hofslundi í Garðabæ fyrir tæplega 30 milljónum króna. Fyrirsögn hefur verið breytt í þá veru að tilgreina skuldina sem upphaflega var til grundvallar skuldinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -