Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Ómar ósáttur með Icelandair Hotels: „Er þetta boðlegt?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar R. Valdimarsson lögmaður er allt annað en sáttur með móttökurnar á Icelandair Hotels á Egilsstöðum. Ómar og fjölskylda hana eru á ferð um landið, eins og svo fjölmargir aðrir. Í gær þegar fjölskyldan mætti á hótelið var dóttur hans boðið upp á dýnu úr garðstól til að sofa á. Spyr Ómar hvort að þetta sé boðlegt gestum hótelsins.

„Fyrir tveimur mánuðum pantaði ég gistingu á hótelinu, kaupi tvö herbergi í tvær nætur og tek fram að þrír gisti i hvoru herbergi, það er tveir fullorðnir og eitt barn í hvoru herbergi,” segir Ómar í samtali við Mannlíf.

„Þegar við svo komum í gær var beddi inn í öðru herberginu, en dýna úr garðstól á gólfinu í hinu, sem ætlast var til að annað barnið svæfi á. Það endaði náttúrulega með því að annað barnið svaf upp í hjá okkur hjónunum og enginn svaf vel.“

Dýnan sem boðið var upp á í stað bedda

Segir hann að hótelstarfsmenn í móttökunni hafi sagt að þau gætu ekkert gert í málinu.

„Starfsmaðurinn var nú eiginlega frekar dónaleg og gaf frekar til kynna að þetta væri frekja í mér,“ segir Ómar, en önnur nótt er framundan hjá fjölskyldunni á hótelinu.

„Það ber að taka það fram að eftir að ég tók hárblásarann á manneskju í móttökunni í morgun, úrillur og pirraður, þá var auka bedda reddað inn í það herbergi sem hrúgaldið var í horninu á,“ segir Ómar.

- Auglýsing -

„Það er að vísu allt stappfullt hérna, sem útskýrir vanda þeirra. En hótelið hefði átt að gera ráðstafanir, enda langt síðan ég pantaði. Ekki eins og þetta hafi dunið yfir alveg óvænt.“

Aðspurður um hvort að hann hafi fengið afslátt svarar hann: „Ég bað ekki um afslátt og var ekki boðinn afsláttur. Það eina sem ég vildi var að það færi sæmilega um okkur öll.“

Sjá einnig: Ómar skilur sáttur við Icelandair Hotels

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -