Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Ómar segir rússneska herinn í afleitri stöðu: „Réttur her á röngum tíma?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur og fyrrum fjölmiðlamaður skrifaði áhugaverðan pistil við frétt af erfiðleikum rússneska herins í Úkraínu. Kallar hann færsluna „Réttur her á röngum tíma?

Rifjar Ómar upp árásartilraun þýska hersins við Moskvu í seinni heimstyrjöldinni 1941. Vill Ómar meina að séu fréttirnar réttar, hafi taflið snúist við frá því í seinni heimstyrjöldinni.

„Ófarir þýska hersins í „Taifun“ sókninni til Moskvu haustið 1941 ættu að vera á vitorði allra í Rússlandi.

Ef fréttirnar af hernaðarfarartækjum í djúpum skít núna eru réttar, er það ömurlegt fyrir rússneska herinn sem kom fram með T-34 skriðdrekana í lok Orrustunnar um Moskvu fyrir 80 árum.

T-34 var með mun breiðari skriðbelti en þýsku drekarnir og í ofanálag framleiddu Rússar tífalt fleiri eintök af honum, eða alls 84 þúsund.

Rússneskar hersveitir, nýkomnar frá Síberíu, voru kappklæddar og blésu á frostið og kalið, sem drap margan þýskan dreng.

- Auglýsing -

Þegar kólnaði 1941 og drullan fraus tók ekki betra við, frostið var svo mikið að illa klæddir Þjóðverjarnir frusu í hel, olían á vélum og drifbúnaði varð seig, svo að allt stóð fast.

Undanfarna viku virðist hlutverkum hafa verið skipt og rússneski herinn í afleitri stöðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -