Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Ómari haldið sofandi í 3 mánuði á Kanaríeyjum: „Vil engum það illt að veikjast eins og ég“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Örn Karlsson ritar afar áhugaverðan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir frá rosalegum veikindum og eftirköstum af völdum Covid 19, og hvetur hann alla til að láta bólusetja sig og fara varlega.

„Í ljósi þeirra frétta sem hér hafa verið inni langar mig til að deila með ykkur smá sögu um Covid 19 og hún er sönn,“ segir Ómar og bætir við:

„Fyrir rúmum tíu mánuðum síðan var ég lagður inn á spítala erlendis eftir að hafa fengið bráðalungnabólgu sem reyndist svo vera Covid 19. Mér var haldið sofandi í átta vikur og í þrjá mánuði var ég á gjörgæsludeild; rúma sex mánuði á endurhæfingardeild; í það heila var sjúkrahúsvera mín tíu mánuðir og þrír dagar, og ég er ekki laus enn þá við endurhæfingu.“

Ómar bólusetja sig „þrátt fyrir að hafa myndað mótefni og taldi ég mig þar með vera að sýna samfélagslega ábyrgð. Vona ég að flestir sem eru á móti bólusetningum sjái á þessari litlu sögu að það margborgar sig, því engum vil ég það illt að veikjast eins illa og ég og fleiri.“

Díana Björnsdóttir segir í athugasemd við færslu Ómars að „það eru svo margir orðnir kærulausir í smitvörnum, og margir enn óbólusettir; sagan hans Ómars ætti að sýna hvað það getur verið erfitt að glíma við Covid 19 og bataferlið er afar langt.“

Hún nefnir að „það er óhætt að segja að Ómar sem veikist hér úti af Covid 19 hafi svo sannarlega haft fyrir því að ná bata og er enn að; þvílíkur dugnaðardrengur; við á Gran Canaria sendum honum hugheilar batakveðjur.“

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -