Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Opið bréf til Kristjáns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Ole Ant­on Bieltved

Kæri sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Kristján Þór Júlí­us­son.

Dýra- og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Jarðar­vin­ir hafa rekið tvö saka­mál gegn for­ráðamönn­um Hvals hf. vegna meintra brota þeirra á reglu­gerðum vegna hval­veiða og verk­un­ar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt for­ráðamanna Hvals hf. hef­ur sann­ast.

Er ann­ars veg­ar um lög­reglu­mál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist að Hval­ur hf. hafði árum sam­an (2013, 2014 og 2015) brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglu­gerðar nr. 489/​2009.

Refsirammi fyr­ir þessi brot:

Sekt­ir eða fang­elsi allt að tveim­ur árum skv. 22. gr. reglu­gerðar­inn­ar. Hér féll lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi af ill­skýr­an­leg­um ástæðum frá ákæru.

- Auglýsing -

Hins veg­ar er um lög­reglu­mál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist að Hval­ur hf. hafði brotið 5. gr. veiðileyf­is fyr­ir árin 2014-2018 um af­hend­ingu veiðidag­bóka fyr­ir þetta tíma­bil, en þessu máli var lokið með lög­reglu­stjóra­sekt í júlí 2020.

Skv. 7. gr. veiðileyf­is­ins (frá 15.5. 2014) eru refsi­á­kvæði fyr­ir þessi brot þessi: „Brot á ákvæðum leyf­is­bréfs þessa og sér­hver mis­notk­un á því varðar svipt­ingu leyf­is­ins tíma­bundið eða missi þess eft­ir ákvörðun ráðuneyt­is­ins. Einnig varða brot sekt­um og öðrum viður­lög­um sam­kvæmt lög­um nr. 26/​1949, um hval­veiðar með síðari breyt­ing­um.“

Refsirammi skv. þess­um lög­um er sekt­ir 2.000-40.000 gull­krón­ur, upp­taka á veiðitækj­um skips­ins, byss­um, skotlínu, skutl­um og skot­fær­um, svo og öll­um afla skips­ins, auk þess sem láta má brot varða fang­elsi allt að sex mánuðum þegar sak­ir eru mikl­ar eða um ít­rekað brot er að ræða.

- Auglýsing -

Tel­ur ráðherra ekki rétt og eðli­legt, með til­liti til sak­fell­ing­ar for­ráðamanna Hvals hf. í of­an­greind­um tveim­ur saka­mál­um vegna brota á hval­veiðireglu­gerð og ákvæðum síðasta hval­veiðileyf­is­ins nú í millitíðinni, að aft­ur­kalla nýtt leyfi til veiða á langreyði fyr­ir árin 2019-2023 (frá 5.7. 2019)? Væri það ekki góð og eðli­leg stjórn­sýsla?

Bestu kveðjur Ole Anton.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -