Örvunarskammtur frá Pfizer verður á boðstólnum í Laugardalshöll í dag og er opið hús fyrir þá sem vilja milli klukkan 10:00 og 15:00.
Allir sem eru óbólusettir, 12 ára og eldri geta mætt í bólusetningu.
Þá þurfa einstaklingar að uppfylla þau skilyrði að hafa lokið grunnbólusetningu 24.júní eða fyrr. Notað verður mRNA- bóluefnið frá Pfizer.
Einstaklingar sem eru 70 ára og eldri getur komið í dag ef þrír mánuðir eru liðnir frá seinni skammti grunnbólusetningar.
Þeir sem eru bólusettir með Janssen geta mætt ef liðnir eru 28 dagar eða meira frá bólusetningu. Kemur þetta fram á vef Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í dag.