Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Opinberar stofnanir ekki að varðveita skjöl sem skyldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikilvægar upplýsingar ríkisins geta tapast þar sem opinberar stofnanir eru ekki að uppfylla lög og reglur sem lúta að skjalavörslu og skjalastjórn.

„Við teljum mikilvægt að hringja ákveðnum viðvörunarbjöllum um stöðuna í skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera. Það er sérstaklega mikið áhyggjuefni að mikilvægar stofnanir sem þjóna almenningi í viðkvæmum málum s.s. heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti séu ekki með þessi mál í betra horfi og langtímavarsla sé ekki trygg,“ er haft eftir Hrefnu Róbertsdóttur, þjóðskjalaverði, í tilkynningu frá Þjóðskjalasafni Íslands þar sem greint er frá því að Þjóðskjalasafn einungis fengið gögn úr 3% af rafrænum gagnakerfum ríkisins. Í tilkynningunni segir einnig að meðferð á tölvupósti sé sérstaklega ábótavant.

Eftirlitskönnunin, sem fram fór í febrúar sl., leiddi í ljós að heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti standa illa er kemur að því að uppfylla lög og reglur sem lúta að skjalavörslu og skjalastjórn. Þjóðskjalasafni Íslands aðeins verið afhent 3% gagna til varðveislu úr rafrænum gagnakerfum ríkisins.

Í tilkynningu um málið segir að þessi lélegu skil geti haft það í för með sér að mikilvægar upplýsingar geta tapast.  „Það getur haft ýmis neikvæð áhrif, s.s. að upplýsingaréttur almennings sé ekki virkur því gögn finnast ekki þegar á þarf að halda,“ segir í tilkynningunni.

Hérna má sjá skýrslu um niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -