Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Opna bar með Bowie-þema

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hið sögufræga hótel Café Royal í London mun opna nýjan bar til heiðurs David Bowie seinna í þessum mánuði. Barinn ber hið viðeigandi nafn Ziggy’s í höfuðið á einu frægasta alteregói Bowies, Ziggy Stardust.

Þetta virðulega hótel ætlar að opna bar í minningu rokkstjörnurnar og þar verða framreiddir drykkir sem bera nöfn úr textum Bowies á plötunni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders From Mars sem kom út árið 1972.

Það var árið 1973 sem David Bowie hélt síðustu tónleika sína sem Ziggy Stardust og staðurinn sem hann valdi til þess var einmitt Hotel Café Royal. Nú ætlar hótelið að opna bar í minningu rokkstjörnurnar og þar verða framreiddir drykkir sem bera nöfn úr textum Bowies á plötunni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders From Mars sem kom út árið 1972. Á kokteilaseðlinum verður meðal annars að finna kokteilana Myrkur og Smán en þau heiti eru sótt í texta lagsins Lady Stardust af fyrrnefndri plötu.

Lokatónleikar Ziggy Stardust eru goðsögn í rokksögunni og ekki minni stjörnur en Lou Reed og Mick Jagger tóku þátt í þeim. Tónleikarnir báru hið háleita nafn Síðasta kvöldmáltíðin, enda Bowie ekki þekktur fyrir lítilæti á þeim árum.

Barinn verður skreyttur með sjaldséðum myndum Micks Rock af goðinu, en hann var hirðljósmyndari Bowies árið 1973. Þar verður einnig að finna djúkbox með tónlist rokkstjörnurnar.

Stefnt er að formlegri opnun barsins þann 20. september og geta aðdáendur rokkgoðsins frá og með þeim tíma heiðrað minningu hans með því að súpa á Smán, skoða myndir og hlusta á tónlist hans. Leggið staðinn á minnið fyrir næstu ferð til London.

Ziggys-bar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -