Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Opna eggja- og sæðisbanka á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Livio Ísland, fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi verður opnaður síðar í þessum mánuði. Markmiðið bankans er að auka möguleika barnlausra para og einstaklinga á að eignast barn og stytta biðina eftir gjafaeggi eða -sæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá læknastofunni Livio.

Livio Ísland er hluti af Livio sem er stærsta norræna samsteypan innan tæknifrjóvgunarmeðferða. Livio starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Í janúar 2019 stofnaði Livio eigin eggja- og sæðisbanka í Svíþjóð og nú er komið að Íslandi.

Helga Sól Ólafsdóttir sem hefur 20 ára reynslu í málefnum sem varða gjafakynfrumur mun bera ábyrgð á starfseminni á Íslandi.

Í tilkynningu Livio segir að eftirspurn eftir eggjum og sæði hefur alltaf verið mun meiri en framboð og því hefur biðin hjá þeim sem þrá barn en þurfa á gjöf kynfrumna að halda verið löng.

„Það er mikill skortur á gjöfum og því þurfa margir sjúklingar okkar að leita erlendis eftir meðferð, með auknum kostnaði og óöryggi. Slíkar meðferðir væri hægt að veita af öryggi og af háum gæðum á Íslandi. Markmið okkar er einnig að breyta viðhorfi fólks til eggja- og sæðisgjafa,“ er haft eftir Monu Bungum, lækni og forstjóra Livio Egg and Sperm bank.

Eggja- og sæðisbanki Livio Ísland verður staðsettur hjá Livio Reykjavík í Glæsibæ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -