Eiffelturninn í París Frakklandi hefur verið opnaður aftur eftir þriggja mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins.
Nú getur fólk lagt leið sína í turninn aftur en opnunin verður þó með breyttu sniði. Takmark er á því hversu margir gestir mega fara í turninn hverju sinni og allir eldri en 11 ára þurfa að bera andlitsgrímur. Þá mega gestir ekki fara ofar en á aðra hæð.
Lyftur turnsins verða þá lokaðar til minnst 1. júlí.
Þess má geta að samkvæmt vef Eiffelturnsins heimsækja um sjö milljónir manna turninn á ári hverju, þrír fjórðu gesta eru erlendir ferðamenn.

Sjá einnig: Magnaðar myndir af stöðum sem vanalega iða af lífi