Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Orðinn þreyttur á að fólk tali miðbæinn niður – „Þetta er svo mikil vitleysa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda Vínstúkunnar Tíu sopar, er orðinn þreyttur á háværum gagnrýnisröddum þeirra sem tala miðbæ Reykjavíkur niður. „Fjölmiðlaumfjöllun um skipulagsbreytingar í miðbænum gefur oft til kynna að það séu allir rekstraraðilar í bænum sammála um að það sé allt glatað hérna í bænum. En það er ekkert svoleiðis. Miðbærinn hefur aldrei verið eins líflegur og núna. Ég get alveg fullyrt það,“ segir Ólafur í samtali við Mannlíf.

Hann segir mikið líf einkenna miðbæinn en telur þó neikvæða umfjöllun um ástandið í bænum fæla marga frá, þá sérstaklega þann hóp sem kemur sjaldan í bæinn.

„Þessi neikvæða umfjöllun, um að það sé hvergi hægt að fá bílastæði og allar verslanir séu tómar í miðbænum, fælir fólk frá. Ég og fleiri í mínum sporum skiljum ekki hvað fólki sem talar svona gengur til,“ útskýrir Ólafur. Hann segir lítinn hóp rekstraraðila fæla fólk frá og á erfitt með að skilja af hverju sú leið sé farin.

„Ég skil til dæmis alveg að fólk sé á móti göngugötum en þetta er svo undarleg nálgun. Í staðinn fyrir að hvetja fólk til að koma í miðbæinn og njóta þá er verið að einblína á það neikvæða. Þetta er nánast orðið þannig að þegar einhverju fyrirtæki gengur illa þá er ákveðinn hópur sem fagnar því og tekur mynd af tómum búðarglugga og segir: „Ég sagði þér það!“ Við ættum frekar að reyna að fá fólk í bæinn,“ segir Ólafur.

Ólafur rekur Vínstúkuna Tíu sopar sem er í húsnæði á Laugavegi 27 þar sem áður var kaffihúsið Tíu dropar. Mynd/Unnur Magna

Alþjóðlegur blær á bænum

Hann segir fjölbreytta flóru verslana, veitingastaða og kaffihúsa vera að finna í bænum. „Það fer í taugarnar á mér að ákveðinn hópur sé markvisst að eyðileggja fyrir mínum rekstri. Svona neikvæð umfjöllun hefur slæm áhrif. Margt fólk þorir ekki að koma vegna þessara skilaboða sem er verið að senda,“ segir Ólafur sem vill biðja fólk um að gefa bænum séns í sumar. „Hér er mikil líf og fjör og ég er orðinn þreyttur á að það sé verið að tala mitt uppáhaldssvæði í borginni niður.“

„Svona neikvæð umfjöllun hefur slæm áhrif.“

- Auglýsing -

Ólafur segir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikninginn hvað reksturinn varðar en um leið og hert samkomubann var aflétt fylltist bærinn af fólki að sögn hans. „Það er líka að hlýna í veðri og fólk er farið að slaka á og njóta í miðbænum í auknum mæli. Fólk situr úti og borðar og drekkur og það er svolítið alþjóðlegur blær á bænum þessa dagana,“ segir Ólafur.

Hann bendir svo á að það sé auðvelt að komast niður í bæ frá úthverfum í strætó. „Þessar neikvæðu raddir tala líka um að það sé enginn í strætó en fólk sem segir þetta hefur greinilega aldrei farið í strætó,“ segir Ólafur sem sjálfur notar strætisvagna reglulega. „Það er alltaf fullt af fólki í strætó. “

Hann bætir við: „Fólk fær að vaða uppi og segja alls konar vitleysu og það nennir enginn að standa uppi í hárinu á þeim því þetta er svo mikil vitleysa. En þegar þessi umræða er farin að hafa bein áhrif á mitt lífsviðurværi þá get ég ekki þagað lengur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -