Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Við myndum svo sem ekki taka mikið pláss í Reykjavík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Auðvitað er þetta ansi leiðinlegt, það er alveg ljóst,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum, sem er talsvert vonsvikin yfir þeirri staðreynd að framkvæmdum við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vest­ur­verk, orkufyrirtæki í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa virkjunina, hefur sagt upp starfs­fólki sínu og verður skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins á Ísa­firði lok­að.

Eva segir nú ekkert annað í stöðunni en að íbúarnir haldi sínu striki því lausnir er hún ekki með uppi í erminni. Aðspurð segir hún orkuöryggi íbúa á Vestfjörðum vega þyngra heldur náttúran og hefði hún viljað að vinnufriður hefði fengist til að ljúka virkjuninni. „Þó það sé ekki ástæðan núna heldur aðstæður í heiminum þá er er það að sjálfsögðu mjög leiðinlegt að hafa ekki fengið smá vinnufríð til að klára þetta dæmi. Það eru flestir í sveitinni á því og það þarf að gera meira af því að hlusta á heimafólk á Vestfjörðum. Við munum halda áfram okkar striki og nú þurfum við að halda áfram að lifa okkar lífi eins og við höfum gert,“ segir Eva.

Náttúran er bara lítill hluti af þessu máli. Að fá sæmilegt orkuöryggi vegur miklu þyngra en þessi litli partur á Vestfjörðum sem fer undir.

Oddvitinn gefur lítið fyrir þær skýringar að næg orka sé til í landinu. Hún veltir fyrir sér hvort stjórnvöld vilji heldur að byggð leggist af í hreppnum. „Það er ekki nóg að segja að það sé til næg orka í landinu. Á meðan við fáum ekki bætt rafmagn þá stendur það okkur fyrir þrifum á margan hátt. Fólk sem ekki þarf að búa við þetta skilur það ekki, til dæmis hinir háu herrar fyrir sunnan. Það sýndi sig í vetur þegar við vorum rafmagnslaus dögunum saman í vonda veðrinu og í vetur var öll þjóðin tekin dálítið með buxurnar á hælunum þegar kemur að raforkuöryggi,“ segir Eva.

„Í nútímasamfélagi er það ekkert ásættanlegt. Náttúran er bara lítill hluti af þessu máli. Að fá sæmilegt orkuöryggi vegur miklu þyngra en þessi litli partur á Vestfjörðum sem fer undir. Nema að ríkisstjórnin vilji flytja okkur hreppaflutningum suður. Við myndum svo sem ekki taka mikið pláss í Reykjavík.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -