Litlu munaði að harður árekstur yrði á Miklubraut þegar jeppi sveigði yfir á leigubíla og strætisvagnaakrein þar sem leigubíll ók á miklum hraða. Atvikið náðist á myndband og hefur verið dreift á ýmsum samfélagsmiðlum þar sem það vekur mikla athygli. Báðir ökumenn eru umdeildir fyrir aksturshæfni sína en eins og áður segir var leigubíllinn á miklum hraða, hann fer út af veginum til að forðast árekstur þar sem litlu mátti muna að hann lenti á gangandi vegfaranda.
Myndbandinu var meðal annars deilt á Reddit og má sjá það hér fyrir neðan.
Vitleysingar valda næstum því alvarlegum árekstri from Iceland