Það ræðst í vikunni hvort Eiður Smári Guðjohnsen heldur starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í knattspyrnu.
Myndband af Eiði Smára undir áhrifum áfengis að létta af sér á almannafæri í miðbæ Reykjavíkur seinnipart síðustu viku hefur vakið gífurlega athygli og kann að verða Eiði Smára afar dýrkeypt.
Samkvæmt heimildum Mannlífs eru kostir Eiðs Smára tveir:
Að fara í áfengismeðferð eða verða rekinn. Sömu heimildir herma einnig að Eiður Smári og stjórn KSÍ hafi átt samtal eða samtöl um málið núna í vikunni og að yfirlýsingar frá KSÍ vegna þessa máls sé að vænta í lok þessarar viku.
Mannlíf hefur reynt að fá upplýsingar frá KSÍ um framgang málsins, en án árangurs, enda málið viðkvæmt og enn í vinnslu.