Örsögu dagsins á Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri DV, sem hún birti í færslu á Facebook. Þar segir hún frá því þegar hún og fjölskylda hennar horfði saman á Silfur Egils þar sem formenn helstu stjórnmálaflokkanna sátu við spjall.
Anna, dóttir Lilju Katrínar, sat með foreldrunum sínum og horfði á þáttinn. Móðirin lýsir spjalli þeirra mæðgna um stjórnmálaforingjana með eftirfarandi örsögu dagsins:
Fjölskyldan horfir á Silfrið – örsaga
„Anna, hvaða manneskju myndir þú velja til að stjórna landinu?”
Anna, 5 ára: „Enga! Þau eru öll svo gömul! Ég þoli ekki alla karlana þarna!”
ENDIR