Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Örvæntingafullir ökuþórar við bensínstöðvar: „Fólk er farið að setja eldsneyti í allskonar ílát“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta lítur ekki vel út, þetta er spurning um nokkra daga. Fólk er farið að setja eldsneyti í allskonar ílát,“ segir Arnar Jónsson í þjónustuveri Olís um horfurnar varðandi eldsneyti til viðskiptavina. Verkfall er í aðsigi.

Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðs og þjónustustjóri hjá Atlantsolíu, tekur í sama streng. „Okkar áætlanir gera ráð fyrir að eldsneyti á bensínstöðvum okkar dugi fram á föstudag en það fer vissulega eftir kauphegðun viðskiptavina okkar í ljósi aðstæðna,“ segir Rakel í samtali við Mannlíf. „Við höfum vissulega orðið vör við að fólk sé að hamsta eldsneyti á brúsa á okkar stöðvum,“ bætir Rakel við.

Að öllu óbreyttu mun verkfall bílstjóra hjá Olíudreifingu hefjast á hádegi á morgun, miðvikudag. Langar biðraðir hafa myndast við bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem ákveðin örvænting sé í gangi og sem flestir vilji tryggja sér eldsneyti áður en allt þornar upp með tilheyrandi lömun farartækja.

Flutn­inga­bíl­stjór­ar sem eru í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi, og starfa hjá Ol­íu­dreif­ingu, sjá um alla dreifingu á eldsneyti fyir olíufélögin. Harðar deilur hafa skapast um laun bílstjóra hjá Olíudreifingu þar sem margir telja þá ekki til láglaunastétta þar sem heildarlaun sé allt að 1,2 milljón krónur á mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt það í fjölmiðlum að Sól­veig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, krefjist meiri hækkana fyrir þennan hóp en annað launafólk í landinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -