Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Öryggisverðir með vitstola mann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla var kölluð til að hóteli þar sem vitstola maður hafði ráðist á starfsfólk.  Þá lögregla kom á vettvang voru öryggisverðir með manninn í tökum. Hann reyndist vera óviðræðuhæfur og var fluttur á lögreglustöð og læstur inni í fangaklefa. Þar mun hann dvelja þar til hægt er að ræða við hann.

Lögregla var send í tvær verslanir vegna búðarþjófa. Málin voru afgreidd á vettvangi.

Bifreið var stöðvuð í akstri  í austurborginni. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum. Hann var einnig réttindalaus og með meint fíkniefni í fórum sínum. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Dregið var úr honum blóð og hann  látinn laus eftir skýrslutöku.

Eldur varð laus í gámi í Hafnarfirði. Greiðlega gekk að ráð niðurlögum eldsins. Umferðarslys varð á svipuðum slóðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tilkynnt um flugelda í Kópavogi. Engan var að sjá þegar lögreglu bar að garði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -