Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Öryggisvörður matvöruverslunar í Kópavogi bitinn eftir afskipti af þjóf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír voru handteknir grunaðir um líkamsárás í gærkvöldi. Áverkar á þolenda voru misalvarlegir. Gerendur voru allir vistaðir í fangageymslu samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu að matvöruverslun í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Öryggisvörður hafði afskipti af konu sem var grunuð um þjófnað. Konan brást illa við og minniháttar átök enduðu með því að konan beit öryggisvörðinn í handlegg. Öryggisvörðurinn þurfti að leita á slysadeild. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð þar sem hún viðurkenndi þjófnað.

Ökumaður var stöðvaður í gærkvöldi vegna grun um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var einnig sviptur ökuréttindum. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Kvöldið og nóttin var með rólegra móti hjá lögreglu en 63 mál voru bókuð á tímabilinu 17:00-05:00.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -