Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Öryrkjabandalagið slær nýjan tón: „Útrýma takmarkandi forskeytum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ÖBÍ réttindasamtök eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Í yfir sextíu ár hafa samtökin barist fyrir samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar njóta mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku, óháð líkamlegu og andlegu atgervi. Fatlað fólk er í öllum fjölskyldum, öllum atvinnugreinum og á öllum skólastigum.

Með reglulegu millibili hafa áherslur og aðferðir ÖBÍ verið endurskoðaðar með tilliti til tíðaranda, stöðu réttinda og þeirra verkefna sem fyrir liggja. Hluti af því er að skoða ásýnd samtakanna og umgjörð. Nú er lokið slíkri endurmörkun til næstu ára og merki, útlit og tónn verið endurhönnuð til móts við nýja tíma. Samhliða þessum breytingum hefur nýr vefur ÖBÍ verið opnaður þar sem höfuðáherslan er á aðgengi, notendaupplifun og öfluga miðlun.

Nánar um nýja ásýnd

Aðalliturinn í nýrri ásýnd er fjólublár, sem er orðinn einkennislitur réttindabaráttu fatlaðs fólks víða um heim. Hann er alþjóðlegt tákn fyrir hugrekki og nýja nálgun í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og samfélagslegri þátttöku á forsendum hvers og eins.

Merkið er kröftugt og mjúkt í senn. Skáskurður í einum upphafsstafnum minnir á að fatlað fólk er að jafnaði 15% mannfjöldans og að þótt vanti upp á að stafurinn b sé heill þá þjónar hann sínu hlutverki jafn vel og aðrir. Að auki fær skammstöfunin undirtitilinn “réttindasamtök” og sem undirstrikar það hlutverk samtakanna að sækja rétt fatlaðs fólks.

- Auglýsing -

Nánar um nýjan tón

Um leið er með merkinu sleginn upphafstónn nýrrar hugsunar í markaðsefni ÖBÍ sem gengur út á áherslu á hina jákvæðu hluta. Þannig fá neikvæð forskeyti hvíld meðan jákvæða hlutanum er haldið fram. Lögð er áhersla á orkuna, jöfnuðinn, réttindin, meðan ör-, ó- og for- hverfa í bakgrunni. Málið er að útrýma þessum takmarkandi forskeytum, ef ekki eiginlega þá í það minnsta samfélagslega. Krafan er óréttlæti og ójöfnuður og sterkasta vopnið í baráttunni er ósýnileiki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -