Fram beið 4-2 ósigur gegn KA í Bestu deild karla í vikunni; sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson telur að ósætti sé innan Fram með þjálfarann Jón Sveinsson; þar sem Jón hafi ekki verið með liðinu síðustu dagana fyrir tapleikinn, en þetta kemur fram á DV.
„Nonni Sveins (Jón Sveinsson, innskot blm) fór norður á miðvikudaginn, hitti þá síðan bara á Hótel Kea einum og hálfum tíma fyrir leik. Hann var ekki á æfingu miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Er það eðlilegt?“ spurði Kristján Óli í nýjasta þætti Þungavigtarinnar; hann hélt áfram; segir að ósætti ríki í herbúðum Fram vegna þessa.
„Hann er með frjálsa mætingu. Leikmenn eru orðnir sturlaðir af reiði yfir þessu. Þetta er mikill kóngur, sat pollslakur á Hótel Kea þegar menn voru að lenda.“
Þess má geta að Fram er í tíunda sæti Bestu deildarinnar; hefur tapað þremur leikjum í röð, en í kvöld tekur liðið á móti Keflvíkingum.