Nóttin eftir Eurovision reyndst fremur tíðindarlítil hjá lögreglu. Nokkuð var þó um að ökumenn væru undir áhrifum við akstur. Einn slíkur ógæfumaður varð valdur árekstri á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns. Fimm manns voru í bifreiðunum tveimur og öll voru þau flutt á slysadeild til skoðunar. Talið er að betur hafi farið en á horfðist og allir sloppið við alvarleg meiðsl. Bifreiðarnar eru stórskemmdar eftir áreksturinn. Ökumaðurinn sem talinn er valdur af árekstrinum er grunaður um ölvun við akstur, Hann var fangelsaður eftir skoðun á slysadeild og þarf að svara til saka í dag.
Lögreglumenn komu til bjargar manni í austurborginnu þar sem hann lá ósjálfbjarga sökum ölvunar út á grasbala. Honum var komið til rænu og honum ekið heim til síns heima.
Maður handtekinn í miðborginni, grunaður um líkamsárás inn á skemmtistað. Fórnarlamb hans var flutt á slysadeild til aðhlynningar.
Maður til vandræða á bensínstöð í Kópavogi. Lögreglan veitti honum tiltal og vísaði friðarspillinum á brott.