Það kennir ýmissa grasa á söluvefnum bland.is.
Óvenjuleg auglýsing birtist á söluvefnum bland.is í gær en einstaklingur með notendanafnið Coconut09 óskar eftir sæðisgjafa. Auglýsingin er stutt og hnitmiðuð. Þar segir einfaldlega: „Er í leit að sæðisgjafa. Er einhver hér sem gæti séð sér fært að verða gjafi?“
Þá eru talin upp nokkur skilyrði fyrir áhugasama. Þar kemur fram að sæðisgjafinn þurfi að vera 180 cm eða hærri, hafa fallegar tennur og góð líkamsbyggingu. Sæðisgjafinn má þá ekki nota áfengi eða önnur vímuefni og þarf að vera 22 ára eða eldri.
Þegar fréttin er skrifuð hafa um 5600 manns skoðað auglýsinguna. Auglýsingin er birt undir flokknum „barnavörur“.
100% trúnaði er lofað í auglýsingunni sem má sjá á vef bland.is.